Leitarhundar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
Menu
Dagana 16.- 19. mars fór fram vetrarúttekt hjá Leitarhundum. Úttektin fór fram í Oddskarði og mætti björgunarsveitafólk með hunda sína víða af landinu til að taka þátt. Hvert teymi (hundur og maður) þarf að standast c- próf til að ljúka grunnþjálfun í snjóflóðaleit og svo b- og loks a- próf til að komast á útkallslista. Fréttir
Aðalfundur félagsins var haldinn í þann 18. mars í húsnæði Björgunarsveitarinnar Ársól, Reyðarfirði. Eitt útkall barst meðan á úttektinni stóð þegar snjóflóð féll af þaki Fjarðarbyggðahallar og óttast var um að börn sem sáust að leik stuttu áður hefðu lent undir snjónum. Leitarhundar Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru mjög fljótir á staðinn og leituðu sex hundar svæðið. Einn hundur sem nýttur var í útkallinu hafði þá nýlega lokið prófi sem heimilaði leit í útkalli, en talið var að það hefði ekki gerst oft að hundur hafi verið nýttur í útkall svo skömmu eftir að hafa staðist próf. ![]() Þá er vetrarnámskeiði Leitarhunda SL í snjóflóði lokið. Það var flottur hópur fólks og hunda sem tók þátt og þreitti próf. Aðalfundur félagsins var haldinn í Hveragerði og ný stjórn kosin. Theodór Bjarnason situr áfram sem formaður, Stefán Karl Guðjónsson situr áfram fyrir austurland, Arnar Logi Þorgilsson tekur við hópstjórn norðurlands, Lovísa Bragadóttir tekur við hópstjórn suðvesturlands og Birna Dögg Guðmundsdóttir tekur við hópstjórn vesturlands. Úr stjórn ganga Dóra Ásgeirsdóttir og Elísabet Ýrr Steinarsdóttir og er þeim þakkað fyrir stjórnarsetuna. Við viljum svo þakka sérstaklega því fólki sem kom á námskeiðið til að fela sig fyrir okkur. Án þeirra er þetta einfaldlega ekki hægt þar sem við þurfum alltaf að nota fólk við æfingar. Það var gaman að sjá nýtt fólk með nýja hunda bætast í okkar frábæra hóp og vonum við að þessi teymi séu komin til að vera. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að eiga nóg af góðum snjóflóðaleitarhundum þegar kallið kemur. Við munum áfram nýta snjóinn til æfinga í snjóflóðaleit, en svo taka við víðavangsæfingar þegar aðstæður breytast og snjóa leysir. Leitarhundar voru með kynningarbás í Garðheimum sl. helgi. Margt var um manninn og komu margir til að kynna sér starf okkar. Við þökkum fyrir góðar móttökur og vonum að kynningin hafi vakið áhuga á starfinu.
![]() Vetrarnámskeið Leitarhunda verður haldið að þessu sinni á suðurlandi dagana 17.-20. mars 2016. Á vetrarnámskeiði eru hundateymi tekin út með tilliti til getu við að finna fólk í snjóflóði. C-próf taka þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref og ákvarðar það um hvort hundurinn og stjórnandinn þyki vænlegir til að halda áfram þjálfun. B-próf taka þeir sem tóku C-próf fyrir ári síðan og hafa æft hundana sína nógu vel til að geta treyst á þá í útkalli. A-próf taka svo þeir sem eru lengra komnir og fara þau hundateymi á forgangslista hundaútkalla. Þeir hundar sem ná A-prófi eru flokkaðir sem fullþjálfaðir, þó alltaf þurfi að viðhalda þjálfun alla tíð. A-hundar þurfa að mæta í úttekt annaðhvert ár til að halda réttindum sínum. Aðalfundur Leitarhunda SL er haldin samhliða vetrarnámskeiði ár hvert og í ár er þar engin undantekning. Mögulegir æfingastaðir eru Skíðasvæðið eða Kálfadalur.
Dagskrá námskeiðs verður kynnt í tölvupósti þegar nær dregur. Ef það eru einhverjar spurningar þá hafa samband við Jón H í netfang [email protected] eða hringjaj í síma 898-7628 Framhalds aðalfundarboð laugardaginn 28. júní 2014 Framhalds aðalfundur Leitarhunda 2014 frá laugardeginum 15. mars 2014 Framhalds aðalfundur Leitarhunda Slysavarnarfélagsins Landsbjargar verður haldin laugardaginn 28 júní n.k.. Fundurinn hefst kl. 20:30 Efni fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt 5.grein laga Leitarhunda. (sjá hér neðar) Fundurinn er haldin meðfram sumar úttekt Leitarhunda og verður því haldin í Björgunarhúsi Skagfirðingasveitar 5. grein. Aðalfundur. • Aðalfundur fer með æðsta vald Leitarhunda Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Skal hann haldinn í marsmánuði ár hvert og boðaður með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. • Ársskýrsla skal liggja fyrir á aðalfundi til skoðunar. Atkvæðisrétt hafa aðeins fullgildir félagar. Fyrir fundinum skal liggja kosning landshlutana á hópstjórum og varahópstjórum. Formaður Leitarhunda Slysavarnafélagsins Landsbjargar er kosinn á aðalfundi. • Tillögur til lagabreytinga skal skilað til stjórnar a.m.k. 15 dögum fyrir aðalfund. • Á aðalfundi er kosið í fræðslunefnd sem starfar eitt ár í senn. • Fræðslunefnd skal skipuð 3 mönnum, þar af 2 kosnir á aðalfundi og sá þriðji skipaður af stjórn, þar af skal minnst einn vera leiðbeinandi. • Fræðslunefnd vinnur að tillögum varðandi úttektarreglur, námskeiðshald og fræðsuefni til félagsmanna. • Fræðslunefnd skilar tillögum til stjórnar til frekari afgreiðslu. • Aðalfundur samþykkir breytingar á reglum um úttektir. • Aðalfundur lýtur almennum fundarsköpum. • Tveir skoðunarmenn reikninga skulu kosnir á aðalfundi. • Breytingar á reglum þessum verða einungis gerðar á aðalfundi. Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi: 1. Skýrsla stjórnar 2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til skoðunar. 3. Lagabreytingar. 4. Kosning formanns. 5. Kosning endurskoðenda. 6. Kosning fræðslunefndar. 7. Önnur mál. |
HöfundarFréttaritarar / blogghöfundar eru hinir ýmsu meðlimir Leitarhunda SL Tímabil
July 2018
Flokkar |