Leitarhundar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
Menu
Þá er síðustu víðavangsúttekt 2017 lokið.
Í þetta sinn var gist í sumarbúðunum Ölveri undir Hafnarfjalli sem er frábær aðstaða í alla staði! Æft var inn í Leirársveit og inn við Geitabergsvatn. Þau teymi sem náðu prófum á úttektinni voru: Stefán Karl og Svúnki - A endurmat 4 Björn og Joey - A endurmat 2 Lovísa og Snerpa - A endurmat Arnar Logi og Skotta - A Þorgils og Pjakkur - A Dóra og Orka - B Helgi og Neró - B Við viljum þakka Geirabakarí í Borgarnesi og Myllunni kærlega fyrir að hafa styrkt okkur með brauði og bakkelsi. Það er fátt betra en gott nesti eftir erfiða leit í krefjandi lanslagi. Einnig þökkum við fyrir það óeigingjarna starf sjálfboðaliða sem komu sérstaklega á úttektina til að liggja úti í felum fyrir okkur. Án ykkar væri þetta ekki hægt! Síðasta víðavangs úttekt ársins fer fram í Ölveri í Hvalfjarðarsveit dagana 6.-8.október.
Búist er við um 10-12 teymum í úttektir allt frá C uppí A-endurmat. Dagskrá helgarinnar: -fimmtudagurinn 5. okt: fólk týnist í skálann um kvöldið. Dóra verður með lykil af skálanum þannig að hægt er að hafa samband við hana í síma 867-6053 þegar fólk fer að nálgast áfangastað á fimmtudeginum. - Föstudagur 6. okt: morgunmatur kl 8. Æft/prófað 9-17 ca. Sameiginlegur kvöldmatur eftir það. - Laugardagur 7. okt: sama og á föstudeginum. - Sunnudagur 8. okt: morgunmatur kl 8 og svo haldið upp á svæði. Æft frá ca 9-? Hættum eins snemma og hægt er upp á þá sem koma langt að. Förum aftur í skálann eftir daginn og slítum námskeiði. Verkaskipting kemur betur í ljós þegar við komum á svæðið. Leitarhundar útvega almennan morgunmat föst, laug og sunn, nesti yfir alla dagana og kvöldmat föstudags og laugardagskvöld. |
HöfundarFréttaritarar / blogghöfundar eru hinir ýmsu meðlimir Leitarhunda SL Tímabil
July 2018
Flokkar |