Leitarhundar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
Menu
Um helgina, 17.-19. október 2003, var haldin 3 daga sumarúttekt og námskeið í Hveragerði . Þáttakendur voru 17 manns; 12 fóru í úttekt og 3 hundateymi voru á byrjendanámskeiði. Leiðbeinendur voru þrír, dómarar fjórir og aðstoðarmenn úr nágrenninu voru allt að 15 þegar flestir voru. Samtals 36 manns.
Þetta er í fyrsta sinn sem Leitarhundar halda 3 daga úttekt. Venjulega hefur verið haldið 5 daga sumarnámskeið en stefnan er að í framtíðinni verði haldnar æfingahelgar og síðan úttektir sem þessi. Breytt var út frá hefðinni til þess að prufukeyra það form sem stefnt er á að verði á sameiginlegum hundaúttektum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Reyndist þetta mjög vel þó vissulega séu einstök smáatriði sem þarf að bæta til þess að úttektin gangi snuðrulaust fyrir sig. Vel var tekið á móti mannskapnum með heitri súpu á fimmtudagskvöld í Hótel Ljósbrá. Úttektin sjálf var sett á föstudagsmorgun við morgunverðarhlaðborðið. Farið var á svæði alla morgna klukkan 8:30 og komið niður milli klukkan 5 og 6. Aðstaðan var til fyrirmyndar og megum við þakka velviljuðum bændum í Ölfusi fyrir að leyfa okkur að æfa í löndum þeirra. Á tímabili var bæði fé og hestar á leitarsvæðum og sannaðist þarna að rétt hefur verið haldið á spöðunum því allir hundar skiluðu sínu þrátt fyrir þessar óvæntu truflanir. Að loknum æfingum streymdi hópurinn í sundlaugina Laugaskarði og hvíldi lúin bein í heitum pottum og gufubaði. Skeggræddu menn um daginn og árangurinn og skemmtu sér almennt vel. Að kvöldi föstudags kíkti Árni Magnússon félagsmálaráðherra við og ræddi um hundamál út frá eigin reynslu, jarðskjálfta og lífið í Hveragerði. Fyrirlesturinn var í léttari kantinum og höfðu allir gaman af. Laugardagskvöldið var nýtt í félagsfund og var þar margt skrafað. Aðallega var farið í saumana á útkallsmálum. Á sunnudagskvöld safnaðist hópurinn saman á Pizza 67 í pizzuhlaðborð og viðurkenningaafhendingu. Þar með var þessari fyrstu úttekt slitið. Ekki náðu allir þeirri gráðu sem stefnt var að en einhugur var í mönnum og voru allir ákveðnir í að halda áfram því góða starfi sem við erum búin að byggja upp. Eftirfarandi hundateymi tóku þátt í úttektinni og náðu meðfylgjandi gráðu: Danni m/ Falkor A endurmat Óli Pálmi m/ Pöndu B Ívar m/ Tátu A Helgi m/ Stelpu A Haukur m/ Rökkvu A Herdís m/ Rán A Haraldur m/ Baltó A Kristín m/ Kút B Stefán m/ Vöku B Sigurbjörn m/ Heklu B Gestur m/ Kela B Sölvi m/ Neró C Tommi m/ Árna C Sigrún m/ Dimmu C Ísólfur m/ Kleó C Leiðbeinendur og dómarar voru Gústi, Halli og Valli auk fjögurra dómara frá National Search and Rescue Dog Association (NSARDA) Bretlandi: John Bell, Harold Burrows, Bill Jennings og Tom Middlemas. Að lokum vilja Leitarhundar þakka: Purina Pro Plan á Íslandi Hverabakarí Kjörís Hótel Ljósbrá Búnaðarbankinn Hveragerði Sundlaugin Laugaskarði Krónan Selfossi Hornið Selfossi Krás Kjötvinnsla Selfossi Mjólkurbú Flóamanna Hjálparsveit skáta Hveragerði Björgunarfélag Árborgar Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka Björgunarsveitin Mannbjörg Þorlákshöfn og aðalkonunni sem sá til þess að við fórum södd af stað í svæði, vorum södd í svæðinu og fórum södd að sofa: Elísabet Kristinsdóttir. Og að lokum þeim sem komu langt að til að hjálpa til: Frá Blönduósi : Sigurður Helgi; frá Akureyri: Jóhann og Hendrix; frá Grundarfirði : Fríða, Tommi (fígúrant nr. 1) og Þorkell. Auk allra þeirra sem gerðu okkur kleift að halda þessa úttekt. KS |
HöfundarFréttaritarar / blogghöfundar eru hinir ýmsu meðlimir Leitarhunda SL Tímabil
July 2018
Flokkar |