Leitarhundar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
Menu
![]() Vetrarnámskeið Leitarhunda verður haldið að þessu sinni á suðurlandi dagana 17.-20. mars 2016. Á vetrarnámskeiði eru hundateymi tekin út með tilliti til getu við að finna fólk í snjóflóði. C-próf taka þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref og ákvarðar það um hvort hundurinn og stjórnandinn þyki vænlegir til að halda áfram þjálfun. B-próf taka þeir sem tóku C-próf fyrir ári síðan og hafa æft hundana sína nógu vel til að geta treyst á þá í útkalli. A-próf taka svo þeir sem eru lengra komnir og fara þau hundateymi á forgangslista hundaútkalla. Þeir hundar sem ná A-prófi eru flokkaðir sem fullþjálfaðir, þó alltaf þurfi að viðhalda þjálfun alla tíð. A-hundar þurfa að mæta í úttekt annaðhvert ár til að halda réttindum sínum. Aðalfundur Leitarhunda SL er haldin samhliða vetrarnámskeiði ár hvert og í ár er þar engin undantekning. Comments are closed.
|
HöfundarFréttaritarar / blogghöfundar eru hinir ýmsu meðlimir Leitarhunda SL Tímabil
July 2018
Flokkar |