Leitarhundar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
Menu
Úttektarreglur Leitarhunda
Úttektarreglur Leitarhunda S.L. í snjóflóðaleit. 2022.
Almennar upplýsingar og reglur í snjóflóðaleit:
Reglur úttekta skiptast í þrjá flokka.
Flokkur C: Byrjendur
Flokkur B: Útkalls teymi
Flokkur A: Útkalls teymi
Viðurkennt teymi í C flokki eru ekki viðurkenndir til snjóflóðaleitar en geta haldið áfram þjálfun. Hundurinn u.þ.b. 6 mánaða.
Viðurkennt teymi í B flokki skráist á útkallslista Leitarhunda S.L. og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Viðkomandi skal vera á útkallslista hjá sinni björgunarsveit og hundurinn u.þ.b. 18 mánaða.
Viðurkennt teymi í A flokki skráist á útkallslista Leitarhunda S.L. og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Viðkomandi skal vera á útkallslista hjá sinni björgunarsveit.
Teymi á útkallslista er hægt að kalla út til leitar.
Teymi er maður og hundur.
Almennar reglur.
Hundur skal vera undir stjórn.
Ef hundur er beittur ofbeldi varðar það brottvísun frá prófi. Ástæða brottvísunar skráist á eyðublað hjá leiðbeinanda.
Úttektir
Allir hundar skulu prófaðir við sem raunverulegastar aðstæður. Teymi skulu vera fær um að vinna í svæði þar sem aðrir leitarflokkar eru að störfum, hvort sem um er að ræða leitarmenn eina sér eða með hvers konar tækjum og útbúnaði, án þess að það trufli einbeitingu þeirra. Teymi skulu vera fær að leita með öðrum leitarhundateymum. Teymi þurfa að geta leitað innan um önnur dýr, húsdýr eða villt, og skal nærvera þeirra ekki hafa afgerandi truflandi áhrif á teymið.
Hundarnir skulu vera þjálfaðir í lyktgreiningu, en með því er átt við að hundur geti aðgreint lykt af manni frá lykt af fötum, mat o.s.fr.
Teymi er innritað í úttekt af leiðbeinanda í flokk B eða A.
Teymi verður að standast B flokk áður en það getur innritast í A flokk.
U.þ.b. ár skal líða á milli úttektar í B flokki og A flokks.
Gildar markeringar eru: Að grafa viðvarandi eða gelta viðvarandi.
Leyfilegt er að hundur sæki hunda stjórnanda eftir að hafa grafið viðvarandi eða gelt viðvarandi
ef hann fer rakleiðis til baka á fundarstað og grefur eða geltir viðvarandi.
Viðurkenning veitist aðeins teymi sem eru á útkallslista hjá sinni björgunarsveit.
Krafa er um að hundamaðurinn og hundur séu í góðri líkamlegri þjálfun svo viðurkenning sé veitt.
Leiðbeinandi getur innritað eigin hund í próf.
Námskeið
Úttekt í C flokki: Er hægt að taka á helgarnámskeiði og/eða aðalnámskeiði sem er fjórir dagar. Úttektin dæmist af einum leiðbeinanda.
Úttekt í B flokki: Er eingöngu hægt að taka á námskeiði sem er fjórir dagar. Úttektin dæmist af einum leiðbeinanda og einum dómara. Teymi sem stenst B flokk fer á útkallslista í eitt ár.
Úttekt í A flokki: Er eingöngu hægt að taka á aðalnámskeiði sem er fjórir dagar. Úttektin dæmist af einum leiðbeinanda og einum dómara. Teymi sem stenst A flokk fer á útkallslista í tvö ár.
Viðurkennd A og B teymi má kalla í úttekt hvenær sem er til að sjá hvort teymi standist kröfur, slík athugun getur farið fram á almennri æfingu eða námskeiði. Ef teymið stenst ekki kröfur fer teymið af útkallslista. Stjórn skal skipuleggja próf með leiðbeinanda og einum dómara eins fljótt og auðið er, æskilegt er að ekki líði lengri tími en mánuður fram að því prófi.
Heimilt er að mæta á námskeið með unga hunda ef pláss og aðstæður leyfa sækja þarf um það til stjórnar Mæti teymi ekki í A úttekt eða A-endurmat fellur það af útkallslista.
A-endurmat:
A-endurmat er annað hvert ár til tíu ára aldurs hunds. Síðan á hverju ári gegn vottorði dýralæknis um heilbrigði hunds. Kröfur í A-endurmati eru þær sömu og í úttekt til A flokks.
Fyrsta A-endurmat fer fram á aðalnámskeiði sem stendur í fjóra daga og skal teymi sýna lágmarki þrjár fullnægjandi svæðisleitir meðan á námskeiði stendur.
A-endurmat í annað sinn er leyfilegt að taka á helgarnámskeiði eða á aðalnámskeiði sem úttekt. Teymi skal taka eina fullnægjandi svæðisleit. Ef teymið stenst ekki þá leit verður teymið mæta og klára fjögurra daga aðalnámskeið.
Mætti teymi ekki í A-endurmat fellur það af útkallslista.
Snjóflóðaleit
C-flokkur
Stærð svæðis: Um það bil 60 x 60 metrar
Fjöldi týndra: 1
Dýpt: c.a. 1 metri
Hundurinn á að finna manneskju undir snjónum. Hundurinn verður að leita svæðið og gefa til kynna hvar manneskja er með gildri markeringu.
Kröfur til að fá viðurkenningu :
Hundurinn þarf að hafa staðist svæðisvinnu sem lögð er fyrir. Hundurinn skal vera undir stjórn. Hundar sem hafa staðist flokk C geta reynt við B u.þ.b. að ári liðnu. Teymi sem hafa staðist námskeið í C flokki eru ekki skráðir á útkallslista , og eru ekki viðurkenndir til snjóflóðaleitar.
B-flokkur
Stærð svæðis: Um það bil 100 x 100 metrar
Fjöldi týndra: 0-3
Dýpt: allt að 1,5 metri
Tími til leitar: 25 mínútur
Kröfur til að fá viðurkenningu :
Teymið skal vera með gilt próf úr C-flokki.Undantekning er ef hunda stjórnandi hafi áður staðist úttekt í A flokki í snjóflóðaleit má fara í úttekt með nýjum hund í B-flokki.
Hundurinn skal með kerfisbundinni leit finna og gefa merki um allt að tvo týnda á svæðinu. Teymið verður að hafa staðist svæðisvinnu og skal teymi sýna lágmarki þrjár fullnægjandi svæðisleitir meðan á námskeiði stendur. Hundur skal vera undir stjórn. Stjórnandinn skal vera leiðandi í leitinni og sýna að hann hafi skilning til að nýta getu hundsins og skilji viðbrögð hans. Stjórnandi verður að geta gert grein fyrir þekkingu sinni um framkvæmd leitarinnar, fyrir og eftir leit. Teymið á að geta leitað með öðrum leitarflokkum. Truflun á ekki að hafa afgerandi áhrif á teymið. Við fund skal hundurinn gefa til kynna hvar manneskja er með gildri markeringu. Hvatningaráhrif til hundsins frá stjórnanda um að gefa merki þýðir "ekki staðist".
A-flokkur
Stærð svæðis: Um það bil 150 x 150 metrar
Fjöldi týndra: 0-4
Dýpt: allt að 4 metrar
Tími leitar: 30 mínútur
Kröfur til að fá viðurkenningu :
Teymið skal vera með gilt próf úr B-flokki.
Hundurinn skal með kerfisbundinni leit, finna og gefa merki um alla týnda á svæðinu. Teymið leiti á óþekktu svæði, minnst einu sinni á námskeiðinu. Teymið verður að hafa staðist svæðisvinnu og skal teymi sýna lágmarki þrjár fullnægjandi svæðisleitir meðan á námskeiði stendur. Stjórnandinn skal vera leiðandi í leitinni og sýna að hann hafi skilning til að nýta getu hundsins og skilji viðbrögð hans. Stjórnandi verður að geta gert grein fyrir þekkingu sinni um framkvæmd leitarinnar, fyrir og eftir leit. Teymið á að geta leitað með öðrum leitarflokkum/björgum og/eða með öðrum hundum. Truflun á ekki að hafa afgerandi áhrif á teymið. Stjórnandi á að vera hæfur til að stjórna/ skipuleggja leit á vettvangi þar sem eru fleiri hundateymi og aðrir leitarflokkar. Hundur skal vera undir stjórn. Við fund skal hundurinn gefa til kynna hvar manneskja er með gildri markeringu. Hvatningaráhrif til hundsins frá stjórnanda um að gefa merki þýðir "ekki staðist".
Almennar upplýsingar og reglur í snjóflóðaleit:
Reglur úttekta skiptast í þrjá flokka.
Flokkur C: Byrjendur
Flokkur B: Útkalls teymi
Flokkur A: Útkalls teymi
Viðurkennt teymi í C flokki eru ekki viðurkenndir til snjóflóðaleitar en geta haldið áfram þjálfun. Hundurinn u.þ.b. 6 mánaða.
Viðurkennt teymi í B flokki skráist á útkallslista Leitarhunda S.L. og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Viðkomandi skal vera á útkallslista hjá sinni björgunarsveit og hundurinn u.þ.b. 18 mánaða.
Viðurkennt teymi í A flokki skráist á útkallslista Leitarhunda S.L. og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Viðkomandi skal vera á útkallslista hjá sinni björgunarsveit.
Teymi á útkallslista er hægt að kalla út til leitar.
Teymi er maður og hundur.
Almennar reglur.
Hundur skal vera undir stjórn.
Ef hundur er beittur ofbeldi varðar það brottvísun frá prófi. Ástæða brottvísunar skráist á eyðublað hjá leiðbeinanda.
Úttektir
Allir hundar skulu prófaðir við sem raunverulegastar aðstæður. Teymi skulu vera fær um að vinna í svæði þar sem aðrir leitarflokkar eru að störfum, hvort sem um er að ræða leitarmenn eina sér eða með hvers konar tækjum og útbúnaði, án þess að það trufli einbeitingu þeirra. Teymi skulu vera fær að leita með öðrum leitarhundateymum. Teymi þurfa að geta leitað innan um önnur dýr, húsdýr eða villt, og skal nærvera þeirra ekki hafa afgerandi truflandi áhrif á teymið.
Hundarnir skulu vera þjálfaðir í lyktgreiningu, en með því er átt við að hundur geti aðgreint lykt af manni frá lykt af fötum, mat o.s.fr.
Teymi er innritað í úttekt af leiðbeinanda í flokk B eða A.
Teymi verður að standast B flokk áður en það getur innritast í A flokk.
U.þ.b. ár skal líða á milli úttektar í B flokki og A flokks.
Gildar markeringar eru: Að grafa viðvarandi eða gelta viðvarandi.
Leyfilegt er að hundur sæki hunda stjórnanda eftir að hafa grafið viðvarandi eða gelt viðvarandi
ef hann fer rakleiðis til baka á fundarstað og grefur eða geltir viðvarandi.
Viðurkenning veitist aðeins teymi sem eru á útkallslista hjá sinni björgunarsveit.
Krafa er um að hundamaðurinn og hundur séu í góðri líkamlegri þjálfun svo viðurkenning sé veitt.
Leiðbeinandi getur innritað eigin hund í próf.
Námskeið
Úttekt í C flokki: Er hægt að taka á helgarnámskeiði og/eða aðalnámskeiði sem er fjórir dagar. Úttektin dæmist af einum leiðbeinanda.
Úttekt í B flokki: Er eingöngu hægt að taka á námskeiði sem er fjórir dagar. Úttektin dæmist af einum leiðbeinanda og einum dómara. Teymi sem stenst B flokk fer á útkallslista í eitt ár.
Úttekt í A flokki: Er eingöngu hægt að taka á aðalnámskeiði sem er fjórir dagar. Úttektin dæmist af einum leiðbeinanda og einum dómara. Teymi sem stenst A flokk fer á útkallslista í tvö ár.
Viðurkennd A og B teymi má kalla í úttekt hvenær sem er til að sjá hvort teymi standist kröfur, slík athugun getur farið fram á almennri æfingu eða námskeiði. Ef teymið stenst ekki kröfur fer teymið af útkallslista. Stjórn skal skipuleggja próf með leiðbeinanda og einum dómara eins fljótt og auðið er, æskilegt er að ekki líði lengri tími en mánuður fram að því prófi.
Heimilt er að mæta á námskeið með unga hunda ef pláss og aðstæður leyfa sækja þarf um það til stjórnar Mæti teymi ekki í A úttekt eða A-endurmat fellur það af útkallslista.
A-endurmat:
A-endurmat er annað hvert ár til tíu ára aldurs hunds. Síðan á hverju ári gegn vottorði dýralæknis um heilbrigði hunds. Kröfur í A-endurmati eru þær sömu og í úttekt til A flokks.
Fyrsta A-endurmat fer fram á aðalnámskeiði sem stendur í fjóra daga og skal teymi sýna lágmarki þrjár fullnægjandi svæðisleitir meðan á námskeiði stendur.
A-endurmat í annað sinn er leyfilegt að taka á helgarnámskeiði eða á aðalnámskeiði sem úttekt. Teymi skal taka eina fullnægjandi svæðisleit. Ef teymið stenst ekki þá leit verður teymið mæta og klára fjögurra daga aðalnámskeið.
Mætti teymi ekki í A-endurmat fellur það af útkallslista.
Snjóflóðaleit
C-flokkur
Stærð svæðis: Um það bil 60 x 60 metrar
Fjöldi týndra: 1
Dýpt: c.a. 1 metri
Hundurinn á að finna manneskju undir snjónum. Hundurinn verður að leita svæðið og gefa til kynna hvar manneskja er með gildri markeringu.
Kröfur til að fá viðurkenningu :
Hundurinn þarf að hafa staðist svæðisvinnu sem lögð er fyrir. Hundurinn skal vera undir stjórn. Hundar sem hafa staðist flokk C geta reynt við B u.þ.b. að ári liðnu. Teymi sem hafa staðist námskeið í C flokki eru ekki skráðir á útkallslista , og eru ekki viðurkenndir til snjóflóðaleitar.
B-flokkur
Stærð svæðis: Um það bil 100 x 100 metrar
Fjöldi týndra: 0-3
Dýpt: allt að 1,5 metri
Tími til leitar: 25 mínútur
Kröfur til að fá viðurkenningu :
Teymið skal vera með gilt próf úr C-flokki.Undantekning er ef hunda stjórnandi hafi áður staðist úttekt í A flokki í snjóflóðaleit má fara í úttekt með nýjum hund í B-flokki.
Hundurinn skal með kerfisbundinni leit finna og gefa merki um allt að tvo týnda á svæðinu. Teymið verður að hafa staðist svæðisvinnu og skal teymi sýna lágmarki þrjár fullnægjandi svæðisleitir meðan á námskeiði stendur. Hundur skal vera undir stjórn. Stjórnandinn skal vera leiðandi í leitinni og sýna að hann hafi skilning til að nýta getu hundsins og skilji viðbrögð hans. Stjórnandi verður að geta gert grein fyrir þekkingu sinni um framkvæmd leitarinnar, fyrir og eftir leit. Teymið á að geta leitað með öðrum leitarflokkum. Truflun á ekki að hafa afgerandi áhrif á teymið. Við fund skal hundurinn gefa til kynna hvar manneskja er með gildri markeringu. Hvatningaráhrif til hundsins frá stjórnanda um að gefa merki þýðir "ekki staðist".
A-flokkur
Stærð svæðis: Um það bil 150 x 150 metrar
Fjöldi týndra: 0-4
Dýpt: allt að 4 metrar
Tími leitar: 30 mínútur
Kröfur til að fá viðurkenningu :
Teymið skal vera með gilt próf úr B-flokki.
Hundurinn skal með kerfisbundinni leit, finna og gefa merki um alla týnda á svæðinu. Teymið leiti á óþekktu svæði, minnst einu sinni á námskeiðinu. Teymið verður að hafa staðist svæðisvinnu og skal teymi sýna lágmarki þrjár fullnægjandi svæðisleitir meðan á námskeiði stendur. Stjórnandinn skal vera leiðandi í leitinni og sýna að hann hafi skilning til að nýta getu hundsins og skilji viðbrögð hans. Stjórnandi verður að geta gert grein fyrir þekkingu sinni um framkvæmd leitarinnar, fyrir og eftir leit. Teymið á að geta leitað með öðrum leitarflokkum/björgum og/eða með öðrum hundum. Truflun á ekki að hafa afgerandi áhrif á teymið. Stjórnandi á að vera hæfur til að stjórna/ skipuleggja leit á vettvangi þar sem eru fleiri hundateymi og aðrir leitarflokkar. Hundur skal vera undir stjórn. Við fund skal hundurinn gefa til kynna hvar manneskja er með gildri markeringu. Hvatningaráhrif til hundsins frá stjórnanda um að gefa merki þýðir "ekki staðist".
Úttektarreglur Leitarhunda S.L. í víðavangsleit. 2022.
Almennar upplýsingar og reglur í víðavangsleit:
Reglur úttekta skiptast í þrjá flokka.
Flokkur C: Byrjendur
Flokkur B: Útkalls teymi
Flokkur A: Útkalls teymi
Viðurkennt teymi í C flokki eru ekki viðurkenndir til útkalla í viðavangsleit en geta haldið áfram þjálfun. Hundurinn u.þ.b. 6 mánaða.
Viðurkennt teymi í B flokki skráist á útkallslista Leitarhunda S.L. og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Viðkomandi skal vera á útkallslista hjá sinni björgunarsveit og hundurinn u.þ.b. 18 mánaða.
Viðurkennt teymi í A flokki skráist á útkallslista Leitarhunda S.L. og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Viðkomandi skal vera á útkallslista hjá sinni björgunarsveit.
Teymi á útkallslista er hægt að kalla út til leitar.
Teymi er maður og hundur.
Almennar reglur.
Hundur skal vera undir stjórn.
Ef hundur er beittur ofbeldi varðar það brottvísun frá prófi. Ástæða brottvísunar skráist á eyðublað hjá leiðbeinanda.
Úttektir
Allir hundar skulu prófaðir við sem raunverulegastar aðstæður. Teymi skulu vera fær um að vinna svæði þar sem aðrir leitarflokkar/bjargir eru að störfum, hvort sem um er að ræða leitarmenn eina sér eða með hverskonar tækjum og útbúnaði, án þess að það trufli einbeitingu þeirra. Teymi skulu vera fær að leita með öðrum leitarhundateymum. Teymi þurfa að geta leitað innan um önnur dýr, húsdýr eða villt, og skal nærvera þeirra ekki hafa afgerandi truflandi áhrif á teymið.
Teymi er innritað í úttekt af leiðbeinanda í flokk B eða A.
U.þ.b. ár skal líða á milli úttektar í C flokki, B flokki og A flokks.
Viðurkenning veitist aðeins teymi sem eru á útkallslista hjá sinni björgunarsveit.
Krafa er um að hundamaðurinn og hundur séu í góðri líkamlegri þjálfun svo viðurkenning sé veitt.
Þegar hundurinn finnur týnda manneskju skal hann sækja björgunarmanninn með því að hlaupa til hans og gefa merki. Þá skal hundurinn vísa björgunarmanninum beint á þann týnda.
Merki við fund: Gelt, stökk, hopp, ‘bringsel’ í kjafti eða önnur greinileg merki.
Leiðbeinandi getur innritað eigin hund í próf.
Námskeið
Úttekt í C flokki: Er hægt að taka á helgarnámskeiði 2 dagar og/eða aðalnámskeiði sem er þrír dagar. Úttektin dæmist af einum leiðbeinanda. Aldur hunds u.þ.b. 6 mánaða
Úttekt í B flokki: Er eingöngu hægt að taka á aðalnámskeiði sem er þrír dagar. Teymið skal vera með gilt próf úr C-flokki.Undantekning er ef hunda stjórnandi hafi áður staðist úttekt í A endurmat í víðavangsleit má fara beint í B úttekt með nýjum hundi. Úttektin dæmist af einum leiðbeinanda og einum dómara. Teymi sem stenst B flokk fer á útkallslista í eitt ár. Aldur hunds u.þ.b. 18 mánaða
Úttekt í A flokki: Er eingöngu hægt að taka á aðalnámskeiði sem er þrír dagar. Teymið skal vera með gilt próf úr B-flokki. Úttektin dæmist af einum leiðbeinanda og einum dómara. Teymi sem stenst A flokk fer á útkallslista í tvö ár.
Viðurkennd A og B teymi má kalla í úttekt hvenær sem er til að sjá hvort teymi standist kröfur, slík athugun getur farið fram á almennri æfingu eða námskeiði. Ef teymið stenst ekki kröfur fer teymið af útkallslista. Stjórn skal skipuleggja próf með leiðbeinanda og einum dómara eins fljótt og auðið er, æskilegt er að ekki líði lengri tími en mánuður fram að því prófi.
Hunda stjórnandi sem hefur staðist A endurmat má skrá í B úttekt “sleppa C úttekt”. Hundurinn sé að lágmarki u.þ.b.18 mánaða.
Heimilt er að mæta á námskeið með unga hunda ef pláss og aðstæður leyfa sækja þarf um það til stjórnar Mæti teymi ekki í A úttekt eða A-endurmat fellur það af útkallslista.
A-endurmat:
A-endurmat er annað hvert ár til tíu ára aldurs hunds. Síðan á hverju ári gegn vottorði dýralæknis um heilbrigði hunds. Teymið skal vera með gilt próf úr A-flokki. Kröfur í A endurmati eru þær sömu og í úttekt til A flokks.
Fyrsta A-endurmat fer fram á aðalnámskeiði sem stendur í þrjá daga og skal teymi sýna lágmarki þrjár fullnægjandi svæðisleitir meðan á námskeiði stendur.
A-endurmat í annað sinn er leyfilegt að taka á helgarnámskeiði eða á aðalnámskeiði sem úttekt. Teymi skal taka eina fullnægjandi svæðisleit. Ef teymið stenst ekki þá leit verður teymið að klára þriggja daga aðalnámskeið.
Mætti teymi ekki í A-endurmat fellur það af útkallslista.
Úttektir
C - FLOKKUR
Stærð svæðis: a.m.k. 200 x 200 metrar
Fjöldi týndra: Einn
Tími: 1 klst
Kröfur til að hljóta viðurkenningu:
Hundurinn skal leita svæðið og gefa merki um einn týndan. Teymið þarf að standast svæðisvinnu sem lögð er fyrir á námskeiðinu. Hundar sem hafa staðist C flokk eru ekki skráðir á útkallslista og eru ekki viðurkenndir til leitar.
Teymið getur reynt við B flokk að ári liðnu.
B- FLOKKUR
Stærð svæðis: a.m.k. 800 x 800 metrar
Fjöldi týndra: 0 - 3
Tími: 1,5 klst
Teymið skal vera með gilt próf úr C-flokki.
Kröfur til að hljóta viðurkenningu:
Hundurinn skal með kerfisbundinni leit finna og gefa merki um allt að tvo týnda á svæðinu. Teymið verður að hafa staðist svæðisvinnu og skal teymi sýna lágmarki þrjár fullnægjandi svæðisleitir meðan á námskeiði stendur. Hundur skal vera undir stjórn. Stjórnandinn skal vera leiðandi í leitinni og sýna að hann hafi skilning til að nýta getu hundsins og skilji viðbrögð hans. Stjórnandi verður að geta gert grein fyrir þekkingu sinni um framkvæmd leitarinnar, fyrir og eftir leit. Teymið á að geta leitað með öðrum leitarflokkum\björgum. Truflun á ekki að hafa afgerandi áhrif á teymið. Við fund skal hundurinn gefa til kynna hvar manneskja er með gildri markeringu. Hvatningaráhrif til hundsins frá stjórnanda um að gefa merki þýðir "ekki staðist".
Próf í A- flokk er hægt að taka að ári liðnu.
A - FLOKKUR
Stærð svæðis: a.m.k. 1000 x 1000 metrar
Fjöldi týndra: 0 - 5
Tími: 2,5 klst
Kröfur til að hljóta viðurkenningu:
Teymið skal vera með gilt próf úr B-flokki.
Hundurinn skal með kerfisbundinni leit, finna og gefa merki um alla týnda á svæðinu. Teymið leiti á óþekktu svæði, minnst einu sinni á námskeiðinu. Teymið verður að hafa staðist svæðisvinnu og skal teymi sýna lágmarki þrjár fullnægjandi svæðisleitir meðan á námskeiði stendur. Stjórnandinn skal vera leiðandi í leitinni og sýna að hann hafi skilning til að nýta getu hundsins og skilji viðbrögð hans. Stjórnandi verður að geta gert grein fyrir þekkingu sinni um framkvæmd leitarinnar, fyrir og eftir leit. Teymið á að geta leitað með öðrum leitarflokkum/björgum og/eða með öðrum hundum. Truflun á ekki að hafa afgerandi áhrif á teymið. Stjórnandi á að vera hæfur til að stjórna/ skipuleggja leit á vettvangi þar sem eru fleiri hundateymi og aðrir leitarflokkar. Hundur skal vera undir stjórn. Við fund skal hundurinn gefa til kynna hvar manneskja er með gildri markeringu.. Hvatningaráhrif til hundsins frá stjórnanda um að gefa merki þýðir "ekki staðist".
Próf í A- endurmati er hægt að taka að tveimur árum liðnum.
Almennar upplýsingar og reglur í víðavangsleit:
Reglur úttekta skiptast í þrjá flokka.
Flokkur C: Byrjendur
Flokkur B: Útkalls teymi
Flokkur A: Útkalls teymi
Viðurkennt teymi í C flokki eru ekki viðurkenndir til útkalla í viðavangsleit en geta haldið áfram þjálfun. Hundurinn u.þ.b. 6 mánaða.
Viðurkennt teymi í B flokki skráist á útkallslista Leitarhunda S.L. og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Viðkomandi skal vera á útkallslista hjá sinni björgunarsveit og hundurinn u.þ.b. 18 mánaða.
Viðurkennt teymi í A flokki skráist á útkallslista Leitarhunda S.L. og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Viðkomandi skal vera á útkallslista hjá sinni björgunarsveit.
Teymi á útkallslista er hægt að kalla út til leitar.
Teymi er maður og hundur.
Almennar reglur.
Hundur skal vera undir stjórn.
Ef hundur er beittur ofbeldi varðar það brottvísun frá prófi. Ástæða brottvísunar skráist á eyðublað hjá leiðbeinanda.
Úttektir
Allir hundar skulu prófaðir við sem raunverulegastar aðstæður. Teymi skulu vera fær um að vinna svæði þar sem aðrir leitarflokkar/bjargir eru að störfum, hvort sem um er að ræða leitarmenn eina sér eða með hverskonar tækjum og útbúnaði, án þess að það trufli einbeitingu þeirra. Teymi skulu vera fær að leita með öðrum leitarhundateymum. Teymi þurfa að geta leitað innan um önnur dýr, húsdýr eða villt, og skal nærvera þeirra ekki hafa afgerandi truflandi áhrif á teymið.
Teymi er innritað í úttekt af leiðbeinanda í flokk B eða A.
U.þ.b. ár skal líða á milli úttektar í C flokki, B flokki og A flokks.
Viðurkenning veitist aðeins teymi sem eru á útkallslista hjá sinni björgunarsveit.
Krafa er um að hundamaðurinn og hundur séu í góðri líkamlegri þjálfun svo viðurkenning sé veitt.
Þegar hundurinn finnur týnda manneskju skal hann sækja björgunarmanninn með því að hlaupa til hans og gefa merki. Þá skal hundurinn vísa björgunarmanninum beint á þann týnda.
Merki við fund: Gelt, stökk, hopp, ‘bringsel’ í kjafti eða önnur greinileg merki.
Leiðbeinandi getur innritað eigin hund í próf.
Námskeið
Úttekt í C flokki: Er hægt að taka á helgarnámskeiði 2 dagar og/eða aðalnámskeiði sem er þrír dagar. Úttektin dæmist af einum leiðbeinanda. Aldur hunds u.þ.b. 6 mánaða
Úttekt í B flokki: Er eingöngu hægt að taka á aðalnámskeiði sem er þrír dagar. Teymið skal vera með gilt próf úr C-flokki.Undantekning er ef hunda stjórnandi hafi áður staðist úttekt í A endurmat í víðavangsleit má fara beint í B úttekt með nýjum hundi. Úttektin dæmist af einum leiðbeinanda og einum dómara. Teymi sem stenst B flokk fer á útkallslista í eitt ár. Aldur hunds u.þ.b. 18 mánaða
Úttekt í A flokki: Er eingöngu hægt að taka á aðalnámskeiði sem er þrír dagar. Teymið skal vera með gilt próf úr B-flokki. Úttektin dæmist af einum leiðbeinanda og einum dómara. Teymi sem stenst A flokk fer á útkallslista í tvö ár.
Viðurkennd A og B teymi má kalla í úttekt hvenær sem er til að sjá hvort teymi standist kröfur, slík athugun getur farið fram á almennri æfingu eða námskeiði. Ef teymið stenst ekki kröfur fer teymið af útkallslista. Stjórn skal skipuleggja próf með leiðbeinanda og einum dómara eins fljótt og auðið er, æskilegt er að ekki líði lengri tími en mánuður fram að því prófi.
Hunda stjórnandi sem hefur staðist A endurmat má skrá í B úttekt “sleppa C úttekt”. Hundurinn sé að lágmarki u.þ.b.18 mánaða.
Heimilt er að mæta á námskeið með unga hunda ef pláss og aðstæður leyfa sækja þarf um það til stjórnar Mæti teymi ekki í A úttekt eða A-endurmat fellur það af útkallslista.
A-endurmat:
A-endurmat er annað hvert ár til tíu ára aldurs hunds. Síðan á hverju ári gegn vottorði dýralæknis um heilbrigði hunds. Teymið skal vera með gilt próf úr A-flokki. Kröfur í A endurmati eru þær sömu og í úttekt til A flokks.
Fyrsta A-endurmat fer fram á aðalnámskeiði sem stendur í þrjá daga og skal teymi sýna lágmarki þrjár fullnægjandi svæðisleitir meðan á námskeiði stendur.
A-endurmat í annað sinn er leyfilegt að taka á helgarnámskeiði eða á aðalnámskeiði sem úttekt. Teymi skal taka eina fullnægjandi svæðisleit. Ef teymið stenst ekki þá leit verður teymið að klára þriggja daga aðalnámskeið.
Mætti teymi ekki í A-endurmat fellur það af útkallslista.
Úttektir
C - FLOKKUR
Stærð svæðis: a.m.k. 200 x 200 metrar
Fjöldi týndra: Einn
Tími: 1 klst
Kröfur til að hljóta viðurkenningu:
Hundurinn skal leita svæðið og gefa merki um einn týndan. Teymið þarf að standast svæðisvinnu sem lögð er fyrir á námskeiðinu. Hundar sem hafa staðist C flokk eru ekki skráðir á útkallslista og eru ekki viðurkenndir til leitar.
Teymið getur reynt við B flokk að ári liðnu.
B- FLOKKUR
Stærð svæðis: a.m.k. 800 x 800 metrar
Fjöldi týndra: 0 - 3
Tími: 1,5 klst
Teymið skal vera með gilt próf úr C-flokki.
Kröfur til að hljóta viðurkenningu:
Hundurinn skal með kerfisbundinni leit finna og gefa merki um allt að tvo týnda á svæðinu. Teymið verður að hafa staðist svæðisvinnu og skal teymi sýna lágmarki þrjár fullnægjandi svæðisleitir meðan á námskeiði stendur. Hundur skal vera undir stjórn. Stjórnandinn skal vera leiðandi í leitinni og sýna að hann hafi skilning til að nýta getu hundsins og skilji viðbrögð hans. Stjórnandi verður að geta gert grein fyrir þekkingu sinni um framkvæmd leitarinnar, fyrir og eftir leit. Teymið á að geta leitað með öðrum leitarflokkum\björgum. Truflun á ekki að hafa afgerandi áhrif á teymið. Við fund skal hundurinn gefa til kynna hvar manneskja er með gildri markeringu. Hvatningaráhrif til hundsins frá stjórnanda um að gefa merki þýðir "ekki staðist".
Próf í A- flokk er hægt að taka að ári liðnu.
A - FLOKKUR
Stærð svæðis: a.m.k. 1000 x 1000 metrar
Fjöldi týndra: 0 - 5
Tími: 2,5 klst
Kröfur til að hljóta viðurkenningu:
Teymið skal vera með gilt próf úr B-flokki.
Hundurinn skal með kerfisbundinni leit, finna og gefa merki um alla týnda á svæðinu. Teymið leiti á óþekktu svæði, minnst einu sinni á námskeiðinu. Teymið verður að hafa staðist svæðisvinnu og skal teymi sýna lágmarki þrjár fullnægjandi svæðisleitir meðan á námskeiði stendur. Stjórnandinn skal vera leiðandi í leitinni og sýna að hann hafi skilning til að nýta getu hundsins og skilji viðbrögð hans. Stjórnandi verður að geta gert grein fyrir þekkingu sinni um framkvæmd leitarinnar, fyrir og eftir leit. Teymið á að geta leitað með öðrum leitarflokkum/björgum og/eða með öðrum hundum. Truflun á ekki að hafa afgerandi áhrif á teymið. Stjórnandi á að vera hæfur til að stjórna/ skipuleggja leit á vettvangi þar sem eru fleiri hundateymi og aðrir leitarflokkar. Hundur skal vera undir stjórn. Við fund skal hundurinn gefa til kynna hvar manneskja er með gildri markeringu.. Hvatningaráhrif til hundsins frá stjórnanda um að gefa merki þýðir "ekki staðist".
Próf í A- endurmati er hægt að taka að tveimur árum liðnum.