Leitarhundar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
Menu
Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar að þremur mönnum sem voru á göngu við Klukkutinda norðan Laugavatns. Talið var að mennirnir hefðu lagt af stað deginum áður og ekki skilað sér heim um kvöldið. Mennirnir eru feðgar, faðirinn á áttræðisaldri en hinir um fimmtugt og sextugt. Mennirnir fundust heilir á húfi. Tvö teymi frá Leitarhundum voru á leið á vettvang: Theodór & Hugi og Jón Hörður & Skuggi.
Björgunarsveitir af suðurlandi og suðvesturlandi voru kallaðar út til leitar að erlendum göngumanni á Fimmvörðuhálsi. Hann hafði hringt eftir aðstoð um nóttina en undir morgun rofnaði sambandið við hann. Hann var slasaður og vissi ekki nákvæma staðsetningu sína. Leitarhundar fengu boð um kl 11. Eitt teymi hóf leit, Theodór & Hugi, og höfðu þeir leitað í nokkrar klukkustundir þegar maðurinn fannst heill á húfi um 19:30. Hann var þó mjög þrekaður eftir að hafa gengið í sólarhring. Annað teymi var á leið á vettvang, Ásbjörn & Mýra.
Björgunarsveitir Landsbjargar voru kallaðar út til leitar að manni sem fór frá sumarhúsi í Svínadal. Maðurinn fannst heill á húfi. Tvö teymi voru á leið á vettvang: Theodór & Hugi og Ásbjörn & Mýra.
|
HöfundarFréttaritarar / blogghöfundar eru hinir ýmsu meðlimir Leitarhunda SL Tímabil
July 2018
Flokkar |