Leitarhundar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
Menu
Leitarhundar SL eru sjálfboðaliðasamtök, stofnuð 19. maí árið 1996, sem sérhæfa sig í þjálfun leitarhunda undir merkjum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
Leitarhundar SL starfa sem faghópur um þjálfun á leitar hundum en ekki sem sjálfstæð björgunarsveit. Hver og einn meðlimur er félagi í björgunarsveit á sínu svæði og mætir í útköll á vegum sinnar sveitar.
Leitarhundar eru þjálfaðir til að finna fólk. Ýmist eru þeir þjálfaðir í að finna fólk á víðavangi, í snjóflóðum eða rekja spor eftir týnda einstaklinga, allt eftir því hvernig þjálfun þeir hafa hlotið.
Meginmarkmið félagsins er að vera alltaf með vel þjálfaða hunda til leitar að týndum einstaklingum hvort sem er á víðavangi, innanbæjar, í snjó, rústum eða í vatni. Leitarhundar eru alltaf til taks 24 tíma sólahringsins, hvar sem er á landinu.
Til að komast á útkallslista með leitarhund þarf björgunarmaður að hafa lokið grunnþjálfun (Björgunarmaður 1) hjá Björgunarskóla SL, vera skráður á útkallslista í sinni björgunarsveit og hafa staðist kröfur Leitarhunda SL um útkallshunda ásamt hundi sínum. Aðeins sá sem stenst úttekt með hundinum má fara með hann í útkall.
Leitarhundar SL eru líka á facebook
Leitarhundar SL eru sjálfboðaliðasamtök, stofnuð 19. maí árið 1996, sem sérhæfa sig í þjálfun leitarhunda undir merkjum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
Leitarhundar SL starfa sem faghópur um þjálfun á leitar hundum en ekki sem sjálfstæð björgunarsveit. Hver og einn meðlimur er félagi í björgunarsveit á sínu svæði og mætir í útköll á vegum sinnar sveitar.
Leitarhundar eru þjálfaðir til að finna fólk. Ýmist eru þeir þjálfaðir í að finna fólk á víðavangi, í snjóflóðum eða rekja spor eftir týnda einstaklinga, allt eftir því hvernig þjálfun þeir hafa hlotið.
Meginmarkmið félagsins er að vera alltaf með vel þjálfaða hunda til leitar að týndum einstaklingum hvort sem er á víðavangi, innanbæjar, í snjó, rústum eða í vatni. Leitarhundar eru alltaf til taks 24 tíma sólahringsins, hvar sem er á landinu.
Til að komast á útkallslista með leitarhund þarf björgunarmaður að hafa lokið grunnþjálfun (Björgunarmaður 1) hjá Björgunarskóla SL, vera skráður á útkallslista í sinni björgunarsveit og hafa staðist kröfur Leitarhunda SL um útkallshunda ásamt hundi sínum. Aðeins sá sem stenst úttekt með hundinum má fara með hann í útkall.
Leitarhundar SL eru líka á facebook