Leitarhundar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
Menu
Siðareglur Leitarhunda Slysavarnafélagsins Landsbjargar
– Í fatnaði merktum Leitarhundum megi það verða til þess að álit þeirra spillist út á við (T- bolir, derhúfur, pólóbolir o.fl.).
– Í starfi á vegum Leitarhunda.
Þó er stjórn Leitarhunda heimilt að veita undanþágur frá áfengisbanni við sérstakar aðstæður, eins og t.d. við skipulagðar skemmtanir á vegum Leitarhunda.
Samþykkt á aðalfundi Leitarhunda Slysavarnarfélagsins Landsbjargar,
Neskaupstað 20. mars 2010
- Félagar í Leitarhundum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar (hér eftir Leitarhundar) skulu fylgja siðareglum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar (hér eftir S.L.) í öllu starfi einingarinnar.
Siðareglur félagsins eru leiðbeiningar um það hvernig starfsfólk og félagar bregðist við þegar siðferðileg álitamál koma upp í störfum þess. Í siðareglunum birtast þau gildi sem eiga að einkenna samskipti innan félagsins. Reglurnar ná til allra félags- og starfsmanna. Siðareglunum er ætlað að auðvelda einstaklingum að rækja störf sín vel… Þessum siðareglum er einnig ætlað að varðveita gott orðspor félagsins, ímynd og trúverðugleika. - Félagar í Leitarhundum sýna góða hegðun í störfum undir merkjum þeirra og vanvirða á engan hátt Leitarhunda, markmið þeirra eða merki.
- Félögum er skylt að gæta þagmælsku um atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara. Þetta á einnig við um birtingu mynda af slysavettvangi.
- Félögum er óheimilt að beita aðra einelti og / eða áreiti af neinu tagi.
- Félögum ber að mæta í útkall ef óskað þess er óskað sé þess kostur. Einnig ber þeim að hlýða stjórnanda sínum í einu og öllu á meðan á aðgerð eða æfingu stendur.
- Félagar ganga vel um eignir Leitarhunda. Sérhver aðili í Leitarhundum ber ábyrgð á að allur búnaður sá ávallt í lagi og útkallshæfur. Menn skulu ávallt vera vel búnir til björgunarstarfa.
- Félagar skulu klæðast einkennisfatnaði S.L. í aðgerðum og öðru starfi sé þess nokkur kostur. Að sama skapi er ekki mælst til þess að einkennisfatnaður sé notaður utan starfsins. Stjórn Leitarhunda tekur allar ákvarðanir um merkingu á einkennisfatnaði.
- Stjórnendur tækja og bifreiða skulu sýna fyllstu aðgát og gæta þess að valda ekki slysahættu, skemmdum á verðmætum og spjöllum á landi eða gróðri á æfingum eða öðrum skipulögðum samkomum Leitarhunda.
- Ef slys verða hvort sem er á fólki eða hundum eða tæki skemmast í aðgerðum skal tilkynna það eins fljótt og auðið er til stjórnar.
- Enginn getur stofnað til skuldbindinga á hendur Leitarhunda nema með samþykki stjórnar.
- Enginn má leita fjáraflana eða styrkja fyrir Leitarhunda nema með leyfi stjórnar.
- Almennt er öll neysla áfengis í starfi Leitarhunda óheimil og skal tekið sérstaklega fram að með öllu er óheimilt að neyta áfengis og/eða ólöglegra vímuefna:
– Í fatnaði merktum Leitarhundum megi það verða til þess að álit þeirra spillist út á við (T- bolir, derhúfur, pólóbolir o.fl.).
– Í starfi á vegum Leitarhunda.
Þó er stjórn Leitarhunda heimilt að veita undanþágur frá áfengisbanni við sérstakar aðstæður, eins og t.d. við skipulagðar skemmtanir á vegum Leitarhunda.
Samþykkt á aðalfundi Leitarhunda Slysavarnarfélagsins Landsbjargar,
Neskaupstað 20. mars 2010