Leitarhundar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
Menu
Leitarhundar fengu útkall að kvöldi 25.ágúst þar sem konu af asískum uppruna var saknað úr áætlunarferð um Eldgjá á svæði 16. Tveir hundar frá Leitarhundum mættu í Hólaskjól þá um nóttina, en hefja átti leit við sólarupprás. Betur fór en á horfðist þar sem leitin var afturkölluð kl.3 en þá kom í ljós að konan hafði farið til byggða með áætlunar-rútunni.
Hundateymi sem mættu voru Dóra með Orku (Sigurvon Sandgerði) og Ási með Mýru (Ársæll Reykjavík). Theodór mætti án hunds, en Hugi er í veikindaleifi. ![]() Þann 17. júlí var óskað eftir aðstoð vegna týndra ferðamanna uppvið Eyjabakkajökul. Eitt teymi frá Leitarhundum SL tók þátt í leitinni. Björn og Joey úr Björgunarsveitinni Ársól fóru frá Reyðarfirði og leituðu frá klukkan 22 – 04 og voru svo rétt að hefja leit að nýju þegar fólkið fannst. ![]() Björgunarsveitir víðsvegar um landið voru kallaðar út aðfaranótt fimmtudags 10. nóv. til leitar af sænskum ferðamanni á Fimmvörðuhálsi. Leitin breyttist síðar þar sem bíll mannsins fannst við Sólheimajökul. Alls voru tólf teymi frá Leitarhundum sem tóku þátt í leitinni dag og nótt við mjög erfiðar aðstæður. Ferðamaðurinn sem leitað var að fannst látinn á Sólheimajökli um hádegi, laugardaginn 12. nóv. Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar að þremur mönnum sem voru á göngu við Klukkutinda norðan Laugavatns. Talið var að mennirnir hefðu lagt af stað deginum áður og ekki skilað sér heim um kvöldið. Mennirnir eru feðgar, faðirinn á áttræðisaldri en hinir um fimmtugt og sextugt. Mennirnir fundust heilir á húfi. Tvö teymi frá Leitarhundum voru á leið á vettvang: Theodór & Hugi og Jón Hörður & Skuggi.
Björgunarsveitir af suðurlandi og suðvesturlandi voru kallaðar út til leitar að erlendum göngumanni á Fimmvörðuhálsi. Hann hafði hringt eftir aðstoð um nóttina en undir morgun rofnaði sambandið við hann. Hann var slasaður og vissi ekki nákvæma staðsetningu sína. Leitarhundar fengu boð um kl 11. Eitt teymi hóf leit, Theodór & Hugi, og höfðu þeir leitað í nokkrar klukkustundir þegar maðurinn fannst heill á húfi um 19:30. Hann var þó mjög þrekaður eftir að hafa gengið í sólarhring. Annað teymi var á leið á vettvang, Ásbjörn & Mýra.
|
HöfundarFréttaritarar / blogghöfundar eru hinir ýmsu meðlimir Leitarhunda SL Tímabil
July 2018
Flokkar |