Leitarhundar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
Menu

Vetrarnámskeið 2016

3/21/2016

 
Picture
Þá er vetrarnámskeiði Leitarhunda SL í snjóflóði lokið. Það var flottur hópur fólks og hunda sem tók þátt og þreitti próf.

Aðalfundur félagsins var haldinn í Hveragerði og ný stjórn kosin. Theodór Bjarnason situr áfram sem formaður, Stefán Karl Guðjónsson situr áfram fyrir austurland, Arnar Logi Þorgilsson tekur við hópstjórn norðurlands, Lovísa Bragadóttir tekur við hópstjórn suðvesturlands og Birna Dögg Guðmundsdóttir tekur við hópstjórn vesturlands.
Úr stjórn ganga Dóra Ásgeirsdóttir og Elísabet Ýrr Steinarsdóttir og er þeim þakkað fyrir stjórnarsetuna.

Við viljum svo þakka sérstaklega því fólki sem kom á námskeiðið til að fela sig fyrir okkur. Án þeirra er þetta einfaldlega ekki hægt þar sem við þurfum alltaf að nota fólk við æfingar.

Það var gaman að sjá nýtt fólk með nýja hunda bætast í okkar frábæra hóp og vonum við að þessi teymi séu komin til að vera. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að eiga nóg af góðum snjóflóðaleitarhundum þegar kallið kemur.

Við munum áfram nýta snjóinn til æfinga í snjóflóðaleit, en svo taka við víðavangsæfingar þegar aðstæður breytast og snjóa leysir.

Vetrarnámskeið 2016

2/29/2016

 
Picture
Vetrarnámskeið Leitarhunda verður haldið að þessu sinni á suðurlandi dagana 17.-20. mars 2016.

Á vetrarnámskeiði eru hundateymi tekin út með tilliti til getu við að finna fólk í snjóflóði. 

C-próf taka þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref og ákvarðar það um hvort hundurinn og stjórnandinn þyki vænlegir til að halda áfram þjálfun.

B-próf taka þeir sem tóku C-próf fyrir ári síðan og hafa æft hundana sína nógu vel til að geta treyst á þá í útkalli.

A-próf taka svo þeir sem eru lengra komnir og fara þau hundateymi á forgangslista hundaútkalla. Þeir hundar sem ná A-prófi eru flokkaðir sem fullþjálfaðir, þó alltaf þurfi að viðhalda þjálfun alla tíð. A-hundar þurfa að mæta í úttekt annaðhvert ár til að halda réttindum sínum.

Aðalfundur Leitarhunda SL er haldin samhliða vetrarnámskeiði ár hvert og í ár er þar engin undantekning. 

    Höfundar

    Fréttaritarar / blogghöfundar eru hinir ýmsu meðlimir Leitarhunda SL

    Tímabil

    July 2018
    October 2017
    May 2017
    March 2017
    March 2016
    February 2016
    June 2014
    May 2014
    August 2012
    July 2012
    November 2011
    July 2011
    January 2005
    November 2003
    October 2003
    December 2002
    May 2002

    Flokkar

    All
    Aðalfundur
    Blogg
    Námskeið
    Útköll
    Útköll
    Vetrarnámskeið

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Um Leitarhunda
    • Stjórn og hópstjórar
    • Siðareglur Leitarhunda
    • Lög Leitarhunda
    • Úttektarreglur
    • Gerast meðlimur
  • Styrkja okkur
  • Myndir
  • Fróðleikur
  • Hafa samband
  • English
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Um Leitarhunda
    • Stjórn og hópstjórar
    • Siðareglur Leitarhunda
    • Lög Leitarhunda
    • Úttektarreglur
    • Gerast meðlimur
  • Styrkja okkur
  • Myndir
  • Fróðleikur
  • Hafa samband
  • English