Leitarhundar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
Menu

Það styttist í sumarnámskeiðið

7/26/2018

 
Nú styttist í sumarnámskeið Leitarhunda sem hefst á norðurlandi á morgun. Veðurspáin er ágæt en við erum viðbúin öllu, vön því að fara út þegar aðrir fara inn!
​
Picture

Víðavangsúttektum lokið

10/9/2017

 
Þá er síðustu víðavangsúttekt 2017 lokið. 
Í þetta sinn var gist í sumarbúðunum Ölveri undir Hafnarfjalli sem er frábær aðstaða í alla staði!
Æft var inn í Leirársveit og inn við Geitabergsvatn. 

Þau teymi sem náðu prófum á úttektinni voru:

Stefán Karl og Svúnki - A endurmat 4
Björn og Joey - A endurmat 2
Lovísa og Snerpa - A endurmat
Arnar Logi og Skotta - A
Þorgils og Pjakkur - A
Dóra og Orka - B
Helgi og Neró - B

Við viljum þakka Geirabakarí í Borgarnesi og Myllunni kærlega fyrir að hafa styrkt okkur með brauði og bakkelsi. Það er fátt betra en gott nesti eftir erfiða leit í krefjandi lanslagi. 
Einnig þökkum við fyrir það óeigingjarna starf sjálfboðaliða sem komu sérstaklega á úttektina til að liggja úti í felum fyrir okkur. Án ykkar væri þetta ekki hægt!
Picture

Síðasta úttekt sumarsins

10/4/2017

 
Síðasta víðavangs úttekt ársins fer fram í Ölveri í Hvalfjarðarsveit dagana 6.-8.október. 

Búist er við um 10-12 teymum í úttektir allt frá C uppí A-endurmat.

Dagskrá helgarinnar: 
-fimmtudagurinn 5. okt: fólk týnist í skálann um kvöldið. Dóra verður með lykil af skálanum þannig að hægt er að hafa samband við hana í síma 867-6053 þegar fólk fer að nálgast áfangastað á fimmtudeginum.
- Föstudagur 6. okt: morgunmatur kl 8. Æft/prófað 9-17 ca. Sameiginlegur kvöldmatur eftir það. 
- Laugardagur 7. okt: sama og á föstudeginum. 
- Sunnudagur 8. okt: morgunmatur kl 8 og svo haldið upp á svæði. Æft frá ca 9-? Hættum eins snemma og hægt er upp á þá sem koma langt að. Förum aftur í skálann eftir daginn og slítum námskeiði.
Verkaskipting kemur betur í ljós þegar við komum á svæðið. 
Leitarhundar útvega almennan morgunmat föst, laug og sunn, nesti yfir alla dagana og kvöldmat föstudags og laugardagskvöld.

Sumarúttektir í júní og september 2017

5/27/2017

 
Dagana 23.-25. júní fer fram sumarúttekt á Norðurlandi og 22.- 24. september verður úttekt á Suðurlandi. Ætlast er til að teymi mæti vel æfð og taki ýmist c-, b- eða a- próf.

Afmæli Leitarhunda SL í maí

3/31/2017

 
Leitarhundar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar var stofnað þann 19. maí árið 1996. Félagið fagnar því 21 árs afmæli!
<<Previous

    Höfundar

    Fréttaritarar / blogghöfundar eru hinir ýmsu meðlimir Leitarhunda SL

    Tímabil

    July 2018
    October 2017
    May 2017
    March 2017
    March 2016
    February 2016
    June 2014
    May 2014
    August 2012
    July 2012
    November 2011
    July 2011
    January 2005
    November 2003
    October 2003
    December 2002
    May 2002

    Flokkar

    All
    Aðalfundur
    Blogg
    Námskeið
    Útköll
    Útköll
    Vetrarnámskeið

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Um Leitarhunda
    • Stjórn og hópstjórar
    • Siðareglur Leitarhunda
    • Lög Leitarhunda
    • Úttektarreglur
    • Gerast meðlimur
  • Styrkja okkur
  • Myndir
  • Fróðleikur
  • Hafa samband
  • English
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Um Leitarhunda
    • Stjórn og hópstjórar
    • Siðareglur Leitarhunda
    • Lög Leitarhunda
    • Úttektarreglur
    • Gerast meðlimur
  • Styrkja okkur
  • Myndir
  • Fróðleikur
  • Hafa samband
  • English