Leitarhundar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
Menu
Leitarhundar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar var stofnað þann 19. maí árið 1996. Félagið fagnar því 21 árs afmæli!
Dagana 16.- 19. mars fór fram vetrarúttekt hjá Leitarhundum. Úttektin fór fram í Oddskarði og mætti björgunarsveitafólk með hunda sína víða af landinu til að taka þátt. Hvert teymi (hundur og maður) þarf að standast c- próf til að ljúka grunnþjálfun í snjóflóðaleit og svo b- og loks a- próf til að komast á útkallslista. Fréttir
Aðalfundur félagsins var haldinn í þann 18. mars í húsnæði Björgunarsveitarinnar Ársól, Reyðarfirði. Eitt útkall barst meðan á úttektinni stóð þegar snjóflóð féll af þaki Fjarðarbyggðahallar og óttast var um að börn sem sáust að leik stuttu áður hefðu lent undir snjónum. Leitarhundar Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru mjög fljótir á staðinn og leituðu sex hundar svæðið. Einn hundur sem nýttur var í útkallinu hafði þá nýlega lokið prófi sem heimilaði leit í útkalli, en talið var að það hefði ekki gerst oft að hundur hafi verið nýttur í útkall svo skömmu eftir að hafa staðist próf. |
HöfundarFréttaritarar / blogghöfundar eru hinir ýmsu meðlimir Leitarhunda SL Tímabil
July 2018
Flokkar |