Leitarhundar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
Menu
Leit með hundum
Allir hundar geta leitað með nefinu, en þeir eru þó mis hæfir til þess. Þættir eins og til að mynda skapgerðareiginleikar hundsins, skipta miklu máli um það hversu hæfur leitarhundur hann getur orðið. Góður árangur byggist þó fyrst og fremst á góðri og skynsamlegri þjálfun. Leitarhundum má skipta í tvo hópa, annars vegar þá sem leita með nefinu niður við jörðina, og hins vegar þá sem halda höfðinu hátt uppi og fanga lyktina úr loftinu. Þegar þjálfa á hund til leitar þarf fyrst að ákveða hvora aðferðina hann á að temja sér að nota. Þrátt fyrir að hundar geti vissulega leitað með báðum aðferðunum, er vænlegra til árangurs að sérhæfa þá, annaðhvort til leitar á viðavangi eða til að rekja slóð. Sporhundarnir, þeir sem leita með trýnið við jörðina, eru notaðir til að rekja slóðir þeirra sem leitað er að. Þeir bera sig þó ekki alltaf nákvæmlega eins til við verkið. Sumir þeirra rekja hvert spor sem sá, sem leitað er að skilur eftir sig og hvika venjulega ekki meira en um hálfan meter frá sporunum.
Þeir leita bæði eftir lyktinni af hinum týnda og jarðvegslyktinni sem stígur upp vegna jarðrasksins sem maðurinn veldur í hvert sinn sem hann stígur niður. Aðrir sporhundar leita fyrst og fremst að flögunum sem manneskjan skilur eftir sig. Flögurnar falla sumar hverjar nálægt fótsporinu, en lang flestar dreifast um næsta nágrenni. Því fylgir hundurinn ekki hverju og einu spori nákvæmlega, heldur aðeins slóðinni í megindráttum og vinnur oft talsvert langt frá hinni eiginlegu leið, sem hinn týndi gekk. Hundar skipta oft á milli þessarra tveggja aðferða. Þegar þessir hundar eru þjálfaðir er rétt að láta þá í fyrstu spreyta sig á því að rekja nýlega slóð, en eftir því sem færnin eykst má láta þá fást við eldri slóðir. Hafi hundur verið þjálfaður til að rekja slóð á jörðinni, notast hann sárasjaldan við lykt sem liggur í loftinu. Hundar sem eiga að leita í snjóflóðum, eru þjálfaðir til að halda höfðinu uppi og hunsa oft algjörlega flögur og önnur ummerki sem kunna að liggja á jörðinni. Margir aðrir hundar beita sömu aðferð, t.d þeir sem lögregla víða um heim notar til að finna eiturlyf og sprengjur, eða til að leita fólks í rústum.
Öfugt við sporhundana reyna þeir að fanga þá lykt sem leikur um loftið og leita að upptökum hennar fremur en ákveðinni slóð. Þeir leita slipulega á svæðinu uns þeir annaðhvort finna lyktina sem leitað er að, eða sannfærast um að slík lykt sé ekki fyrir hendi. þegar hundur finnur lyktina leitar hann áfram þar til hann finnur þann stað þar sem hún er sterkust. Það liggur í eðli hundsins, að þegar hann hann finnur það sem leitað er að kemur hann til foringjans og lætur hann vita. Í huga hundsins er hann í rauninni að sækja foringjann til að hann geti “séð um að drepa bráðina”. Þannig nýtist veiðieðli dýrsins vel við leitarstörf. Fyrir góða frammistöðu fær svo hundurinn viðurkenningu foringjans, sem getur til að mynda falist í því að hann fær að leika sér með uppáhalds leikfangið sitt um stund. Hundar sem rekja slóð eru þkálfaðir í að finna ákveðinn einstakling eftir vísbendingu, til dæmis lykt af fötum. Snjóflóðaleitarhundar eru þjálfaðir til að finna mannaþef, ekki lykt af neinum sérstökum einstaklingi. Þeim er í rauninni sagt ” ef einhver er grafinn í snjónum, finndu hann þá”. Þeir þurfa því enga vísbendingu á borð við föt af hinum týnda eða slíkt. Sá týndi sjálfur er vísbendingin og hann gefur lengi frá sér lykt. Jafnvel lík gefa frá sér lykt.
Þessir hundar eru ekki heldur háðir því að komast á leitarstaðinn tímanlega áður en veður eða aðrar aðstæður hafa skemmt slóðina. Engar slíkar aðstæður stöðva lyktarmyndun einstaklingsins. Grundvallaratriðið við þjálfun slíkra hunda er að kenna þeim að leita alltaf í þá átt þar sem lyktin er sterkust, allt þar til upptök hennar eru fundin. Hundarnir þurfa sífellt að vera að greina á milli mannaþefsins og allskonar annarrar lyktar sem liggur í loftinu. Við þjálfun ber því að leggja ríka áherslu á að láta þá greina rétta lykt frá annarri. Það þarf einnig að gæta þess að láta hundinn leita að lykt sem kemur frá fjölbreyttum stöðum, því þeir eru fljótir að tengja lykt við stað. Hafi hundur á æfingum alltaf fundið lyktina koma frá eins eða samskonar stað, getur honum yfirsést um lykt sem kemur frá öðruvísi stöðum þegar komið er út í alvöru leit. Ef þjálfun hundsins heppnast vel, þá skilur það sér í áhugasömum og ánægðum vinnuþjarki. Það er þó að mörgu að hyggja. Eigandinn verður til að mynda að læra að greina á milli þess, hvort hundurinn er áhugasamur vegna þess eins að hann er að fara út með foringja sínum, eða hvort að hann raunverulega nýtur þess að vinna sitt verk. Hundur sem nýtur þess fyrst og fremst að vera úti með eigandanum læst vera afar upptekinn og niðursokkinn í verkið, til þess eins að njóta ánægjunnar af að hafa athygli meistara síns. Slíkur hundur finnur aldrei nokkurn mann við leit, nema þá helst fyrir slysni. Það getur verið erfitt fyrir eigandann að átta sig á því hvort hundurinn hans er raunverulega áhugasamur eða bara að sýnast. það hefur þó sýnt sig að oft taka hundar upp á því að sýnast ef þeim hefur verið refsað harkalega því þeir vilja mikið til vinna að verða ekki refsað aftur. Ef hundur hefur einu sinni farið út af sporinu að þessu leyti, getur það verið löng og erfið þrautaganga að koma honum aftur á réttan kjöl.
Grein þessi er þýdd úr bókinni Scent and the scenting dog eftir
William Syrotuck (1972)
Þeir leita bæði eftir lyktinni af hinum týnda og jarðvegslyktinni sem stígur upp vegna jarðrasksins sem maðurinn veldur í hvert sinn sem hann stígur niður. Aðrir sporhundar leita fyrst og fremst að flögunum sem manneskjan skilur eftir sig. Flögurnar falla sumar hverjar nálægt fótsporinu, en lang flestar dreifast um næsta nágrenni. Því fylgir hundurinn ekki hverju og einu spori nákvæmlega, heldur aðeins slóðinni í megindráttum og vinnur oft talsvert langt frá hinni eiginlegu leið, sem hinn týndi gekk. Hundar skipta oft á milli þessarra tveggja aðferða. Þegar þessir hundar eru þjálfaðir er rétt að láta þá í fyrstu spreyta sig á því að rekja nýlega slóð, en eftir því sem færnin eykst má láta þá fást við eldri slóðir. Hafi hundur verið þjálfaður til að rekja slóð á jörðinni, notast hann sárasjaldan við lykt sem liggur í loftinu. Hundar sem eiga að leita í snjóflóðum, eru þjálfaðir til að halda höfðinu uppi og hunsa oft algjörlega flögur og önnur ummerki sem kunna að liggja á jörðinni. Margir aðrir hundar beita sömu aðferð, t.d þeir sem lögregla víða um heim notar til að finna eiturlyf og sprengjur, eða til að leita fólks í rústum.
Öfugt við sporhundana reyna þeir að fanga þá lykt sem leikur um loftið og leita að upptökum hennar fremur en ákveðinni slóð. Þeir leita slipulega á svæðinu uns þeir annaðhvort finna lyktina sem leitað er að, eða sannfærast um að slík lykt sé ekki fyrir hendi. þegar hundur finnur lyktina leitar hann áfram þar til hann finnur þann stað þar sem hún er sterkust. Það liggur í eðli hundsins, að þegar hann hann finnur það sem leitað er að kemur hann til foringjans og lætur hann vita. Í huga hundsins er hann í rauninni að sækja foringjann til að hann geti “séð um að drepa bráðina”. Þannig nýtist veiðieðli dýrsins vel við leitarstörf. Fyrir góða frammistöðu fær svo hundurinn viðurkenningu foringjans, sem getur til að mynda falist í því að hann fær að leika sér með uppáhalds leikfangið sitt um stund. Hundar sem rekja slóð eru þkálfaðir í að finna ákveðinn einstakling eftir vísbendingu, til dæmis lykt af fötum. Snjóflóðaleitarhundar eru þjálfaðir til að finna mannaþef, ekki lykt af neinum sérstökum einstaklingi. Þeim er í rauninni sagt ” ef einhver er grafinn í snjónum, finndu hann þá”. Þeir þurfa því enga vísbendingu á borð við föt af hinum týnda eða slíkt. Sá týndi sjálfur er vísbendingin og hann gefur lengi frá sér lykt. Jafnvel lík gefa frá sér lykt.
Þessir hundar eru ekki heldur háðir því að komast á leitarstaðinn tímanlega áður en veður eða aðrar aðstæður hafa skemmt slóðina. Engar slíkar aðstæður stöðva lyktarmyndun einstaklingsins. Grundvallaratriðið við þjálfun slíkra hunda er að kenna þeim að leita alltaf í þá átt þar sem lyktin er sterkust, allt þar til upptök hennar eru fundin. Hundarnir þurfa sífellt að vera að greina á milli mannaþefsins og allskonar annarrar lyktar sem liggur í loftinu. Við þjálfun ber því að leggja ríka áherslu á að láta þá greina rétta lykt frá annarri. Það þarf einnig að gæta þess að láta hundinn leita að lykt sem kemur frá fjölbreyttum stöðum, því þeir eru fljótir að tengja lykt við stað. Hafi hundur á æfingum alltaf fundið lyktina koma frá eins eða samskonar stað, getur honum yfirsést um lykt sem kemur frá öðruvísi stöðum þegar komið er út í alvöru leit. Ef þjálfun hundsins heppnast vel, þá skilur það sér í áhugasömum og ánægðum vinnuþjarki. Það er þó að mörgu að hyggja. Eigandinn verður til að mynda að læra að greina á milli þess, hvort hundurinn er áhugasamur vegna þess eins að hann er að fara út með foringja sínum, eða hvort að hann raunverulega nýtur þess að vinna sitt verk. Hundur sem nýtur þess fyrst og fremst að vera úti með eigandanum læst vera afar upptekinn og niðursokkinn í verkið, til þess eins að njóta ánægjunnar af að hafa athygli meistara síns. Slíkur hundur finnur aldrei nokkurn mann við leit, nema þá helst fyrir slysni. Það getur verið erfitt fyrir eigandann að átta sig á því hvort hundurinn hans er raunverulega áhugasamur eða bara að sýnast. það hefur þó sýnt sig að oft taka hundar upp á því að sýnast ef þeim hefur verið refsað harkalega því þeir vilja mikið til vinna að verða ekki refsað aftur. Ef hundur hefur einu sinni farið út af sporinu að þessu leyti, getur það verið löng og erfið þrautaganga að koma honum aftur á réttan kjöl.
Grein þessi er þýdd úr bókinni Scent and the scenting dog eftir
William Syrotuck (1972)