Leitarhundar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
Menu
Hvernig kemur atferlisfræðin hundaþjálfun að gagni?
Við upphaf tamningar er nauðsynlegt að tamningarmaðurinn (þjálfarinn) hafi skilning á eðli og atferli skepnunnar sem verið er að fást við.
Atferli: Atferlisstefnan er einn angi af sálfræðinni og þeim stefnum sem tíðkast innan hennar. Atferlisstefnan er sú stefna sem við hundaþjálfarar vinnum mest með í okkar þjálfun.
Í flestum tilfellum má rekja allt nám hunda til breytingar á atferli sem eru tiltölulega varanlegar og rekja má til reynslu (að undanskilinni þreytu, skaða, eða sjúkdóms). Hjá mörgum dýrum (hundum) er mjög stór hluti atferlis, atferli sem ekki verður rakið til náms heldur meðfæddra ósjálfráða svaranna, ósjálfráða svaranna við tilteknum áreitum. Þar má m.a. nefna erfðir. En það kemur betur fram í umfjöllun minni um ræktunartegundir og valræktun hunda. Reynslan er því hinn mikli kennari sem breytir taugakerfi lífverunnar og þar með atferli hennar. Atferli er samt ekki allt lært. Sumt atferli kemur einfaldlega með auknum þroska, þ.e. náttúrulegum vexti og meðfylgjandi breytingum.
Sá hluti atferlisfræðinnar sem við, hundaþjálfarar nýtum mest er kallaður virk skilyrðing (gulrótin og vöndurinn). Þetta á t.d. við þegar við kennum hundi eitthvað nýtt, eins og t.d. að gegna innkalli, þá verðlaunum við hundinn þegar hann kemur til okkar eftir að hafa kallað á hann. En þegar hann gegnir ekki, þá fær hann ekkert hrós eða verðlaun, heldur göngum við í áttina frá honum eða hunsum hann. Sama á við þegar hundur flaðrar upp á mann. Þá er besta leiðin til að draga úr þeirri hegðun að hunsa hana, þ.e. veita hundinum ekki þá athygli sem hann er að leita eftir. Ímyndum okkur að fimm ára gamall frændi þinn, hafi ákveðið að taka kast vegna þess að hann fékk ekki það sem hann vildi í búðinni. Hann liggur á gólfinu, rauður í framan, öskrar og sparkar og lætur öllum illum látum. Hvað á að gera ? Margir foreldrar myndu æpa á strákinn og rassskella hann jafnvel. Aðrir myndu reyna að róa hann. En besta leiðin- en ekki sú auðveldasta er sú að láta sem hann sé ekki til. Þessi aðferð styðst við grundvallar námslögmál: Líkurnar á því að atferli endurtaki sig aukast eða minnka eftir því hverjar afleiðingar þess eru. Með því að skeyta engu um barnið, er það ekki verðlaunað með tilfinningalegu viðbragði eða með því að láta undan kröfum þess. Þar með skilar aðferð þess engum árangri. Þetta sama og nefnt er hér á undan gildir jafnframt fullkomlega gagnvart hundum. Áherslan á afleiðingar atferlis er kjarni í hugmyndum um virka skilyrðingu.
Margir hundaeigendur hafa komið sér í ákveðin vítahring með því að hafa komið hundum sínum upp með ýmisskonar ósiði, sem þeir hefðu annars viljað vera lausir við. Sumir hafa t.d. vanið hundana sína á það að fá að koma upp í sófa, rúm, eða bílsæti. Aðrir hafa horft fram hjá því að hundarnir gelti á ókunnuga, skemmi póstinn, streði í tauminn, o.s.fr. Allri áðurgreindri hegðun er hægt að breita, eða draga úr. Þá er nauðsynlegt að þjálfarinn (eigandinn) hafi grundvallarskilning á þeim námslögmálum sem ég hef áður minnst á. Þar sem hundar hafa ekki þann hæfileika sem maðurinn hefur, að geta beitt rökhugsun, eða ályktað, þá er brýnt að þeim reglum sem hundurinn á að virða og fara eftir sé framfylgt í hvívetna. Það er eðli hunda að búa við og virða s.k. klerkaveldi eða píramídaveldi, þar sem foringinn (eigandinn) er æðstur. Því er áríðandi að hundar geri sér grein fyrir því að þeir eru neðstir í virðingastiganum. Ef þær reglur eru á hreinu og er fylgt eftir með sanngirni og á þann hátt sem hundurinn skilur, þá líður honum vel og finnur til öryggis gagnvart foringja (eiganda) sínum og flokk (fjölskyldunni).
Steinar Gunnarsson
Atferli: Atferlisstefnan er einn angi af sálfræðinni og þeim stefnum sem tíðkast innan hennar. Atferlisstefnan er sú stefna sem við hundaþjálfarar vinnum mest með í okkar þjálfun.
Í flestum tilfellum má rekja allt nám hunda til breytingar á atferli sem eru tiltölulega varanlegar og rekja má til reynslu (að undanskilinni þreytu, skaða, eða sjúkdóms). Hjá mörgum dýrum (hundum) er mjög stór hluti atferlis, atferli sem ekki verður rakið til náms heldur meðfæddra ósjálfráða svaranna, ósjálfráða svaranna við tilteknum áreitum. Þar má m.a. nefna erfðir. En það kemur betur fram í umfjöllun minni um ræktunartegundir og valræktun hunda. Reynslan er því hinn mikli kennari sem breytir taugakerfi lífverunnar og þar með atferli hennar. Atferli er samt ekki allt lært. Sumt atferli kemur einfaldlega með auknum þroska, þ.e. náttúrulegum vexti og meðfylgjandi breytingum.
Sá hluti atferlisfræðinnar sem við, hundaþjálfarar nýtum mest er kallaður virk skilyrðing (gulrótin og vöndurinn). Þetta á t.d. við þegar við kennum hundi eitthvað nýtt, eins og t.d. að gegna innkalli, þá verðlaunum við hundinn þegar hann kemur til okkar eftir að hafa kallað á hann. En þegar hann gegnir ekki, þá fær hann ekkert hrós eða verðlaun, heldur göngum við í áttina frá honum eða hunsum hann. Sama á við þegar hundur flaðrar upp á mann. Þá er besta leiðin til að draga úr þeirri hegðun að hunsa hana, þ.e. veita hundinum ekki þá athygli sem hann er að leita eftir. Ímyndum okkur að fimm ára gamall frændi þinn, hafi ákveðið að taka kast vegna þess að hann fékk ekki það sem hann vildi í búðinni. Hann liggur á gólfinu, rauður í framan, öskrar og sparkar og lætur öllum illum látum. Hvað á að gera ? Margir foreldrar myndu æpa á strákinn og rassskella hann jafnvel. Aðrir myndu reyna að róa hann. En besta leiðin- en ekki sú auðveldasta er sú að láta sem hann sé ekki til. Þessi aðferð styðst við grundvallar námslögmál: Líkurnar á því að atferli endurtaki sig aukast eða minnka eftir því hverjar afleiðingar þess eru. Með því að skeyta engu um barnið, er það ekki verðlaunað með tilfinningalegu viðbragði eða með því að láta undan kröfum þess. Þar með skilar aðferð þess engum árangri. Þetta sama og nefnt er hér á undan gildir jafnframt fullkomlega gagnvart hundum. Áherslan á afleiðingar atferlis er kjarni í hugmyndum um virka skilyrðingu.
Margir hundaeigendur hafa komið sér í ákveðin vítahring með því að hafa komið hundum sínum upp með ýmisskonar ósiði, sem þeir hefðu annars viljað vera lausir við. Sumir hafa t.d. vanið hundana sína á það að fá að koma upp í sófa, rúm, eða bílsæti. Aðrir hafa horft fram hjá því að hundarnir gelti á ókunnuga, skemmi póstinn, streði í tauminn, o.s.fr. Allri áðurgreindri hegðun er hægt að breita, eða draga úr. Þá er nauðsynlegt að þjálfarinn (eigandinn) hafi grundvallarskilning á þeim námslögmálum sem ég hef áður minnst á. Þar sem hundar hafa ekki þann hæfileika sem maðurinn hefur, að geta beitt rökhugsun, eða ályktað, þá er brýnt að þeim reglum sem hundurinn á að virða og fara eftir sé framfylgt í hvívetna. Það er eðli hunda að búa við og virða s.k. klerkaveldi eða píramídaveldi, þar sem foringinn (eigandinn) er æðstur. Því er áríðandi að hundar geri sér grein fyrir því að þeir eru neðstir í virðingastiganum. Ef þær reglur eru á hreinu og er fylgt eftir með sanngirni og á þann hátt sem hundurinn skilur, þá líður honum vel og finnur til öryggis gagnvart foringja (eiganda) sínum og flokk (fjölskyldunni).
Steinar Gunnarsson